Raunheimar Suðurnesja Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 24. október 2024 08:32 Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun