Raunheimar Suðurnesja Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 24. október 2024 08:32 Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun