Höfnum gamaldags aðgreiningu Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. október 2024 08:03 Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi. Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn ná oft bestum námsárangri í sínum hverfisskóla. Með því að efla stuðning og nám fyrir börn af erlendum uppruna innan hefðbundins skólakerfis og í sínu nærumhverfi næst mun betri árangur, fyrir hvert barn, og þar með fyrir samfélagið í heild. Aðgreining með sérstökum móttökuskólum er ekki endilega sú leið sem skilar mestum árangri. Auk þess er þetta ekki raunhæf af þeim augljósu ástæðum að landið er dreifbýlt. Það er hins vegar hárrétt að við höfum alls ekki stutt nógu vel við kennara og skólasamfélagið í að taka á móti fjölbreyttari hópi barna, ekki síst hvað varðar börn með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í nýrri úttekt OECD, sem var birt í byrjun september, kemur skýrt fram að það sé mikilvægt að forgangsraða fjármunum í inngildingu innflytjenda. Þarna felast tækifæri til framfara. Ekki í aukinni aðgreiningu og stéttaskiptingu. Mikilvægast er að forgangsraða fjármagni þannig að það mæti fjölbreyttum þörfum barna. Þetta hafa kennarar og skólastjórnendur meðal annars bent á og þetta hef ég lagt áherslu á sem menntamálaráðherra. Aðgerðir okkar í menntamálum sýna að við þorum að setja menntun allra barna í forgang - þau eiga það skilið! Í maí var undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM. Þar er markmiðið að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu; í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og fleiri sveitarfélög hafa meðal annars þróað fjölbreyttar leiðir til að mæta ólíkum þörfum nýkominna barna, til dæmis með því að setja upp íslenskuver og með því að bjóða upp á markvissan stuðning, bjargir og starfsþróun þegar kemur að vinnu með málaflokkinn í skóla- og frístundastarfi. Með því að þróa lausnir sem mæta íslenskum veruleika og byggja á leiðum sem hafa reynst árangursríkar náum við bestu niðurstöðinni, bæði fyrir börnin og samfélagið. Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn. Aflið og hraðinn á breytingunum ræðst hins vegar af því hvort við sem samfélag erum tilbúin að forgangsraða fjármagni í þágu þessara aðgerða. Við þurfum að viðurkenna það sem skólasamfélagið hefur sagt og það sem OECD sagði: Við þurfum að vera tilbúin að fjárfesta í börnunum! Við skuldum þeim sem vinna með börnum í okkar samfélagi betri bjargir, stuðning og ráðgjöf til að mæta þessum hröðu samfélagsbreytingum. Við skuldum þeim líka að störf þeirra séu metin að verðleikum. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi. Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn ná oft bestum námsárangri í sínum hverfisskóla. Með því að efla stuðning og nám fyrir börn af erlendum uppruna innan hefðbundins skólakerfis og í sínu nærumhverfi næst mun betri árangur, fyrir hvert barn, og þar með fyrir samfélagið í heild. Aðgreining með sérstökum móttökuskólum er ekki endilega sú leið sem skilar mestum árangri. Auk þess er þetta ekki raunhæf af þeim augljósu ástæðum að landið er dreifbýlt. Það er hins vegar hárrétt að við höfum alls ekki stutt nógu vel við kennara og skólasamfélagið í að taka á móti fjölbreyttari hópi barna, ekki síst hvað varðar börn með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í nýrri úttekt OECD, sem var birt í byrjun september, kemur skýrt fram að það sé mikilvægt að forgangsraða fjármunum í inngildingu innflytjenda. Þarna felast tækifæri til framfara. Ekki í aukinni aðgreiningu og stéttaskiptingu. Mikilvægast er að forgangsraða fjármagni þannig að það mæti fjölbreyttum þörfum barna. Þetta hafa kennarar og skólastjórnendur meðal annars bent á og þetta hef ég lagt áherslu á sem menntamálaráðherra. Aðgerðir okkar í menntamálum sýna að við þorum að setja menntun allra barna í forgang - þau eiga það skilið! Í maí var undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM. Þar er markmiðið að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu; í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og fleiri sveitarfélög hafa meðal annars þróað fjölbreyttar leiðir til að mæta ólíkum þörfum nýkominna barna, til dæmis með því að setja upp íslenskuver og með því að bjóða upp á markvissan stuðning, bjargir og starfsþróun þegar kemur að vinnu með málaflokkinn í skóla- og frístundastarfi. Með því að þróa lausnir sem mæta íslenskum veruleika og byggja á leiðum sem hafa reynst árangursríkar náum við bestu niðurstöðinni, bæði fyrir börnin og samfélagið. Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn. Aflið og hraðinn á breytingunum ræðst hins vegar af því hvort við sem samfélag erum tilbúin að forgangsraða fjármagni í þágu þessara aðgerða. Við þurfum að viðurkenna það sem skólasamfélagið hefur sagt og það sem OECD sagði: Við þurfum að vera tilbúin að fjárfesta í börnunum! Við skuldum þeim sem vinna með börnum í okkar samfélagi betri bjargir, stuðning og ráðgjöf til að mæta þessum hröðu samfélagsbreytingum. Við skuldum þeim líka að störf þeirra séu metin að verðleikum. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun