Háskóli Íslands styður þjóðarmorð Elí Hörpu og Önundarbur skrifar 18. október 2024 12:02 Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar