Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 12:10 Netanyahu er sagður hafa mildast í afstöðu sinni til refsiaðgerða gegn Íran. AP/Pamela Smith Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael. Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira