Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2024 12:26 Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins fer í uppstillingu, enda ekki tími til neins annars að hennar mati. Vísir/Vilhelm Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56