Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. október 2024 07:31 Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Hann hefur ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann fékk loks viðtal á heilsugæslu í vikunni og var í framhaldinu vísað í sneiðmyndatöku af höfði. Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af. Allt of margir á svipuðum aldri hafa hrunið niður á undanförnum árum. Kenningar um orsakasamhengi þessa eru fjölmargar en raunverulegar skýringar, hvað þá vísindalegar sannanir á orsökum, liggja ekki fyrir. Síðdegis í gær jókst vanlíðan vinar míns verulega. Hjartsláttur varð mjög óreglulegur, auk þess sem brast á með mikilli andnauð og sótthita. Hvatti ég hann þá til að drífa sig á Bráðamóttöku Borgarspítalans í Fossvogi sem hann og gerði á sjötta tímanum í gærkveldi. Tveimur tímum síðar hringdi ég til að leita frétta, en þá var röðin síður en svo komin að honum. Á þriðja tug beið enn í ytri biðsal og ýmsum hafði verið hleypt fram fyrir hann. Sökum þess hve vanlíðan hans var mikil og bæði verkir og sótthiti fóru vaxandi, ók ég á staðinn til að reyna að meta stöðuna og hughreysta okkar mann. Spurði alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar,“ var hennar kurteislega svar. „Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan!“ Eftir að hafa sinnt öðrum erindum, hafði ég aftur símasamband um miðnættið. Sex tímar voru þá liðnir, en án samtals. Nú brunaði ég aftur á staðinn og fékk að hitta vin minn í innri biðsal. Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn. Upp úr kl. eitt eftir miðnætti náði ég tali af vaktstjóra sem hét því að að senn myndu fara fram mælingar á hjartslætti, línurit gerð, blóðprufur teknar o.s.frv. Um hálftíma síðar kom afar geðþekkur og kurteis læknir, ræddi við sjúklinginn í nokkrar mínútur og kvaðst myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hófst loks um kl. tvö um nóttina, átta tímum eftir að þessi langa bið hófst. Nú á fimmta tímanum í morgun, ellefu klukkustundum eftir að hafa skráð sig inn á Bráðamóttökuna, var sjúklingurinn síðan sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni n.k. mánudag. Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi? Ástæður þessara grafalvarlegu aðstæðna Ekki er við blessað starfsfólkið á bráðadeild spítalans að sakast. Allir reyna þar vísast að gera sitt besta. Aðspurður svaraði læknirinn geðþekki því til að orsakir alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Spítalinn var jú reistur til að þjónusta þjóð sem þá var 250.000 manns, en er í dag 400.000. Þá hefur ferðamönnum, sem hingað koma, fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á örfáum árum og margir þeirra þurfa á þjónustu að halda. Af þeim fjölmörgu þúsundum einstaklinga sem hingað hafa síðan leitað frá stríðshrjáðum löndum, glíma margir við alvarlegan heilsubrest sem einnig þarf að huga að. Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga. Hér ríkir neyðarástand! Um 700 eldri borgarar eru á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík munu vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verður við þau. Þörfin hefur reyndar fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum: Árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra. Nú þarf óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasir við. Slíkt mun að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þarf nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þarf að innibera félagsmálaráðherra okkar, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað. Höfundur er þingmaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Hann hefur ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann fékk loks viðtal á heilsugæslu í vikunni og var í framhaldinu vísað í sneiðmyndatöku af höfði. Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af. Allt of margir á svipuðum aldri hafa hrunið niður á undanförnum árum. Kenningar um orsakasamhengi þessa eru fjölmargar en raunverulegar skýringar, hvað þá vísindalegar sannanir á orsökum, liggja ekki fyrir. Síðdegis í gær jókst vanlíðan vinar míns verulega. Hjartsláttur varð mjög óreglulegur, auk þess sem brast á með mikilli andnauð og sótthita. Hvatti ég hann þá til að drífa sig á Bráðamóttöku Borgarspítalans í Fossvogi sem hann og gerði á sjötta tímanum í gærkveldi. Tveimur tímum síðar hringdi ég til að leita frétta, en þá var röðin síður en svo komin að honum. Á þriðja tug beið enn í ytri biðsal og ýmsum hafði verið hleypt fram fyrir hann. Sökum þess hve vanlíðan hans var mikil og bæði verkir og sótthiti fóru vaxandi, ók ég á staðinn til að reyna að meta stöðuna og hughreysta okkar mann. Spurði alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar,“ var hennar kurteislega svar. „Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan!“ Eftir að hafa sinnt öðrum erindum, hafði ég aftur símasamband um miðnættið. Sex tímar voru þá liðnir, en án samtals. Nú brunaði ég aftur á staðinn og fékk að hitta vin minn í innri biðsal. Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn. Upp úr kl. eitt eftir miðnætti náði ég tali af vaktstjóra sem hét því að að senn myndu fara fram mælingar á hjartslætti, línurit gerð, blóðprufur teknar o.s.frv. Um hálftíma síðar kom afar geðþekkur og kurteis læknir, ræddi við sjúklinginn í nokkrar mínútur og kvaðst myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hófst loks um kl. tvö um nóttina, átta tímum eftir að þessi langa bið hófst. Nú á fimmta tímanum í morgun, ellefu klukkustundum eftir að hafa skráð sig inn á Bráðamóttökuna, var sjúklingurinn síðan sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni n.k. mánudag. Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi? Ástæður þessara grafalvarlegu aðstæðna Ekki er við blessað starfsfólkið á bráðadeild spítalans að sakast. Allir reyna þar vísast að gera sitt besta. Aðspurður svaraði læknirinn geðþekki því til að orsakir alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Spítalinn var jú reistur til að þjónusta þjóð sem þá var 250.000 manns, en er í dag 400.000. Þá hefur ferðamönnum, sem hingað koma, fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á örfáum árum og margir þeirra þurfa á þjónustu að halda. Af þeim fjölmörgu þúsundum einstaklinga sem hingað hafa síðan leitað frá stríðshrjáðum löndum, glíma margir við alvarlegan heilsubrest sem einnig þarf að huga að. Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga. Hér ríkir neyðarástand! Um 700 eldri borgarar eru á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík munu vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verður við þau. Þörfin hefur reyndar fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum: Árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra. Nú þarf óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasir við. Slíkt mun að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þarf nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þarf að innibera félagsmálaráðherra okkar, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað. Höfundur er þingmaður Flokk fólksins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar