Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. október 2024 07:31 Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Hann hefur ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann fékk loks viðtal á heilsugæslu í vikunni og var í framhaldinu vísað í sneiðmyndatöku af höfði. Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af. Allt of margir á svipuðum aldri hafa hrunið niður á undanförnum árum. Kenningar um orsakasamhengi þessa eru fjölmargar en raunverulegar skýringar, hvað þá vísindalegar sannanir á orsökum, liggja ekki fyrir. Síðdegis í gær jókst vanlíðan vinar míns verulega. Hjartsláttur varð mjög óreglulegur, auk þess sem brast á með mikilli andnauð og sótthita. Hvatti ég hann þá til að drífa sig á Bráðamóttöku Borgarspítalans í Fossvogi sem hann og gerði á sjötta tímanum í gærkveldi. Tveimur tímum síðar hringdi ég til að leita frétta, en þá var röðin síður en svo komin að honum. Á þriðja tug beið enn í ytri biðsal og ýmsum hafði verið hleypt fram fyrir hann. Sökum þess hve vanlíðan hans var mikil og bæði verkir og sótthiti fóru vaxandi, ók ég á staðinn til að reyna að meta stöðuna og hughreysta okkar mann. Spurði alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar,“ var hennar kurteislega svar. „Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan!“ Eftir að hafa sinnt öðrum erindum, hafði ég aftur símasamband um miðnættið. Sex tímar voru þá liðnir, en án samtals. Nú brunaði ég aftur á staðinn og fékk að hitta vin minn í innri biðsal. Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn. Upp úr kl. eitt eftir miðnætti náði ég tali af vaktstjóra sem hét því að að senn myndu fara fram mælingar á hjartslætti, línurit gerð, blóðprufur teknar o.s.frv. Um hálftíma síðar kom afar geðþekkur og kurteis læknir, ræddi við sjúklinginn í nokkrar mínútur og kvaðst myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hófst loks um kl. tvö um nóttina, átta tímum eftir að þessi langa bið hófst. Nú á fimmta tímanum í morgun, ellefu klukkustundum eftir að hafa skráð sig inn á Bráðamóttökuna, var sjúklingurinn síðan sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni n.k. mánudag. Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi? Ástæður þessara grafalvarlegu aðstæðna Ekki er við blessað starfsfólkið á bráðadeild spítalans að sakast. Allir reyna þar vísast að gera sitt besta. Aðspurður svaraði læknirinn geðþekki því til að orsakir alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Spítalinn var jú reistur til að þjónusta þjóð sem þá var 250.000 manns, en er í dag 400.000. Þá hefur ferðamönnum, sem hingað koma, fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á örfáum árum og margir þeirra þurfa á þjónustu að halda. Af þeim fjölmörgu þúsundum einstaklinga sem hingað hafa síðan leitað frá stríðshrjáðum löndum, glíma margir við alvarlegan heilsubrest sem einnig þarf að huga að. Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga. Hér ríkir neyðarástand! Um 700 eldri borgarar eru á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík munu vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verður við þau. Þörfin hefur reyndar fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum: Árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra. Nú þarf óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasir við. Slíkt mun að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þarf nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þarf að innibera félagsmálaráðherra okkar, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað. Höfundur er þingmaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel. Hann hefur ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann fékk loks viðtal á heilsugæslu í vikunni og var í framhaldinu vísað í sneiðmyndatöku af höfði. Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af. Allt of margir á svipuðum aldri hafa hrunið niður á undanförnum árum. Kenningar um orsakasamhengi þessa eru fjölmargar en raunverulegar skýringar, hvað þá vísindalegar sannanir á orsökum, liggja ekki fyrir. Síðdegis í gær jókst vanlíðan vinar míns verulega. Hjartsláttur varð mjög óreglulegur, auk þess sem brast á með mikilli andnauð og sótthita. Hvatti ég hann þá til að drífa sig á Bráðamóttöku Borgarspítalans í Fossvogi sem hann og gerði á sjötta tímanum í gærkveldi. Tveimur tímum síðar hringdi ég til að leita frétta, en þá var röðin síður en svo komin að honum. Á þriðja tug beið enn í ytri biðsal og ýmsum hafði verið hleypt fram fyrir hann. Sökum þess hve vanlíðan hans var mikil og bæði verkir og sótthiti fóru vaxandi, ók ég á staðinn til að reyna að meta stöðuna og hughreysta okkar mann. Spurði alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar,“ var hennar kurteislega svar. „Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan!“ Eftir að hafa sinnt öðrum erindum, hafði ég aftur símasamband um miðnættið. Sex tímar voru þá liðnir, en án samtals. Nú brunaði ég aftur á staðinn og fékk að hitta vin minn í innri biðsal. Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn. Upp úr kl. eitt eftir miðnætti náði ég tali af vaktstjóra sem hét því að að senn myndu fara fram mælingar á hjartslætti, línurit gerð, blóðprufur teknar o.s.frv. Um hálftíma síðar kom afar geðþekkur og kurteis læknir, ræddi við sjúklinginn í nokkrar mínútur og kvaðst myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hófst loks um kl. tvö um nóttina, átta tímum eftir að þessi langa bið hófst. Nú á fimmta tímanum í morgun, ellefu klukkustundum eftir að hafa skráð sig inn á Bráðamóttökuna, var sjúklingurinn síðan sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni n.k. mánudag. Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi? Ástæður þessara grafalvarlegu aðstæðna Ekki er við blessað starfsfólkið á bráðadeild spítalans að sakast. Allir reyna þar vísast að gera sitt besta. Aðspurður svaraði læknirinn geðþekki því til að orsakir alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Spítalinn var jú reistur til að þjónusta þjóð sem þá var 250.000 manns, en er í dag 400.000. Þá hefur ferðamönnum, sem hingað koma, fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á örfáum árum og margir þeirra þurfa á þjónustu að halda. Af þeim fjölmörgu þúsundum einstaklinga sem hingað hafa síðan leitað frá stríðshrjáðum löndum, glíma margir við alvarlegan heilsubrest sem einnig þarf að huga að. Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga. Hér ríkir neyðarástand! Um 700 eldri borgarar eru á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík munu vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verður við þau. Þörfin hefur reyndar fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum: Árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra. Nú þarf óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasir við. Slíkt mun að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þarf nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þarf að innibera félagsmálaráðherra okkar, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað. Höfundur er þingmaður Flokk fólksins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun