Arðsemi vetrarþjónustu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2024 10:31 Fyrsti vetrardagur er að nálgast, þótt haustið hafi verið milt þá eru veðurspárnar farnar að boða breytta tíma. Okkur hefur auðnast að byggja upp, á köflum, ágætt vegakerfi um landið. Þjóðvegakerfið á Íslandi er um 13.000 km. Það er baráttumál íbúa allra landshluta að byggja upp traust og örugg samgöngumannvirki, en hvað þarf til að þau virki sem slík allt árið um kring? Jú, það er öflug vetrarþjónusta. Breytt samfélag Það er mikil umferð um vegi landsins allt árið um kring og vetrarþjónusta á vegum landsins er því alltaf að verða mikilvægari. Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru hér um aldamótin. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Snjómokstursreglur Snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru frá árinu 2011. Það hefur margt gerst í lífi þjóðarinnar frá þeim tíma, ferðaþjónusta og fiskeldi, samfélög hafa sameinast og vegaumbætur hafa orðið víða. Þó að snjómokstursreglur hafi verið uppfærðar að hluta á sumum stöðum hefur heildarendurskoðun ekki farið fram. Styttri opnunartími getur hamlað uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga og samkeppnishæfni sveitarfélaga veikist. Það munar nokkuð á milli landshluta þegar litið er til þjónustutíma. Ef við horfum til Vestfjarða þá hefur uppbygging stofnvega verið umtalsverð síðasta áratug, fiskeldi og ferðaþjónusta sívaxandi en þjónustutími vetrarþjónustu ekki fylgt sömu þróun. Þeir sem búa eða eiga erindi á sunnan- og norðanverða Vestfirði þurfa að sætta sig við töluvert skemmri þjónustutíma heldur en íbúar fyrir norðan og á austanverðu landinu. Við tölum um kostnað á vetrarþjónustu og kostnaðurinn fari vaxandi, 5-6 milljarðar króna er há tala og vissulega erfitt að áætla þennan kostnað og á meðan við höfum sett okkur markmið og vetrarþjónustureglur þá getur sá kostnaður sveiflast. Ávinningur vetrarþjónustu Við getum litið á vegakerfið sem æðakerfi landsins, sem ber næringu og orku til og frá byggðarlögum landsins, þar sem samfélagið er undir. Helstu stoðir íslensks efnahagslífs renna líka eftir vegakerfi landsins, ferðaþjónusta, sjávarútvegur og fiskeldi. Allar tafir á því rennsli er hreint tekjutap fyrir þjóðina og þau byggðarlög sem búa ekki við öruggar samgöngur allt árið um kring missa afl. Nú er veturinn á næsta leiti og þegar áætlað fjármagn í vetrarþjónustu er reiknað út verðum við að taka inn þann ávinning sem sú þjónusta skilar í þjóðarbúið. Þá getum við verið sannfærð um að aftur komi vor í dal. Megi veturinn verða mildur og miskunnsamur Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Snjómokstur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Sjá meira
Fyrsti vetrardagur er að nálgast, þótt haustið hafi verið milt þá eru veðurspárnar farnar að boða breytta tíma. Okkur hefur auðnast að byggja upp, á köflum, ágætt vegakerfi um landið. Þjóðvegakerfið á Íslandi er um 13.000 km. Það er baráttumál íbúa allra landshluta að byggja upp traust og örugg samgöngumannvirki, en hvað þarf til að þau virki sem slík allt árið um kring? Jú, það er öflug vetrarþjónusta. Breytt samfélag Það er mikil umferð um vegi landsins allt árið um kring og vetrarþjónusta á vegum landsins er því alltaf að verða mikilvægari. Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru hér um aldamótin. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Snjómokstursreglur Snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru frá árinu 2011. Það hefur margt gerst í lífi þjóðarinnar frá þeim tíma, ferðaþjónusta og fiskeldi, samfélög hafa sameinast og vegaumbætur hafa orðið víða. Þó að snjómokstursreglur hafi verið uppfærðar að hluta á sumum stöðum hefur heildarendurskoðun ekki farið fram. Styttri opnunartími getur hamlað uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga og samkeppnishæfni sveitarfélaga veikist. Það munar nokkuð á milli landshluta þegar litið er til þjónustutíma. Ef við horfum til Vestfjarða þá hefur uppbygging stofnvega verið umtalsverð síðasta áratug, fiskeldi og ferðaþjónusta sívaxandi en þjónustutími vetrarþjónustu ekki fylgt sömu þróun. Þeir sem búa eða eiga erindi á sunnan- og norðanverða Vestfirði þurfa að sætta sig við töluvert skemmri þjónustutíma heldur en íbúar fyrir norðan og á austanverðu landinu. Við tölum um kostnað á vetrarþjónustu og kostnaðurinn fari vaxandi, 5-6 milljarðar króna er há tala og vissulega erfitt að áætla þennan kostnað og á meðan við höfum sett okkur markmið og vetrarþjónustureglur þá getur sá kostnaður sveiflast. Ávinningur vetrarþjónustu Við getum litið á vegakerfið sem æðakerfi landsins, sem ber næringu og orku til og frá byggðarlögum landsins, þar sem samfélagið er undir. Helstu stoðir íslensks efnahagslífs renna líka eftir vegakerfi landsins, ferðaþjónusta, sjávarútvegur og fiskeldi. Allar tafir á því rennsli er hreint tekjutap fyrir þjóðina og þau byggðarlög sem búa ekki við öruggar samgöngur allt árið um kring missa afl. Nú er veturinn á næsta leiti og þegar áætlað fjármagn í vetrarþjónustu er reiknað út verðum við að taka inn þann ávinning sem sú þjónusta skilar í þjóðarbúið. Þá getum við verið sannfærð um að aftur komi vor í dal. Megi veturinn verða mildur og miskunnsamur Höfundur er þingmaður Framsóknar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun