Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar 10. október 2024 16:33 Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar