
Nóbelsverðlaun

Eftirlifendur fá friðarverðlaun
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna.

Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy
Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra.

Dularfull tíst Dylans vekja furðu
Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall.

Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða
Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa.

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Verðugir verðlaunahafar
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi.

Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels
Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur.

Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels?
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Suður kóreski rithöfundurinn Han Kang hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Verk eftir hana hefur komið út á íslensku, en hún hefur einnig komið hingað til lands.

Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels?
Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína
Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið.

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði?
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár.

Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms
Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind.

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði?
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár.

Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA
Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar.

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði?
Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin
Kanadíski smásagnahöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár.

Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá
Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“.

Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum
Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans.

Nóbelsverðlaunahafinn Louise Glück er látin
Bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Louise Glück lést á föstudag, áttræð að aldri.

Martti Ahtisaari fallinn frá
Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti og handhafi friðarverðlauna Nóbels, er látinn, 86 ára að aldri.

Claudia Goldin nýr handhafi Nóbels í hagfræði
Bandaríski hagfræðingurinn Claudia Goldin hefur hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfreð Nóbel árið 2023. Verðlaunin fær hún fyrir rannsóknir sínar á afkomu kvenna á vinnumarkaði.

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran
Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.

Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels?
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels?
Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum
Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár.

Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós
Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid
Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár.