Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 7. október 2024 15:31 Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Fréttir af flugi Árborg Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun