Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. október 2024 12:47 „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun