„Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2024 13:01 Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar