JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 7. október 2024 12:03 Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar