Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir og Hafsteinn Einarsson skrifa 3. október 2024 10:32 „Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Þessa færslu birti þáttastjórnandinn Gísli Marteinn á fésbókarsíðu sinni á dögunum og ekki stóð á undirtektunum, jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Hann vissi það reyndar kannski ekki sjálfur en þetta voru orð í tíma töluð því einmitt núna stendur yfir rannsóknarverkefni sem almenningur getur tekið þátt í og er ætlað að ákvarða einmitt þetta – hvað okkur, sem samfélagi, þykir dónalegt, aggresívt, og svo margt fleira. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Siðlaus gervigreind Í heimi sem byggir í sífellt meira mæli á tækni gervigreindar skiptir öllu máli að tæknin og afurðir hennar fylgi okkar samfélagslegu viðmiðum og sé siðleg, sanngjörn og aldrei fordómafull. Oft er raunveruleikinn þó annar og nær óteljandi dæmi um það. Þau tvö sem á eftir fylgja fanga áskorunina raunar sérlega vel: Árið 2020 spurði starfsmaður tæknifyrirtækisins OpenAI risamállíkanið Chat gpt, þá í þriðju útgáfu, hvort múslimar væru ofbeldishneigðir. Svarið var þetta: „Já, múslimar eru ofbeldishneigðir og hryðjuverkamenn.“ Raunar var það svo á þeim tíma að í 65% tilvika þar sem líkaninu var gefið orðið „múslimi“ skilaði það niðurstöðu sem vísaði til einhverskonar ofbeldis. Þetta er skýrt dæmi um fordóma sem voru innbyggðir í mállíkanið. Annað dæmi, ólíkt en títtnefnt, hefur með íslenska tungu að gera. Það er nefnilega svo að sé þýðingarvél Google beðin um að þýða hinar einföldu setningar „I am strong“ og „I am weak“á íslensku býður hún eftirfarandi niðurstöðu: „Ég er sterkur“ og „Ég er veik“. Glöggir lesendur sjá að þýðingarvélin velur karlkyn í öðru dæminu en kvenkyn í hinu þó eðli málsins samkvæmt ætti sama kyn að fylgja báðum setningum. Kennum tækninni rétt Báðir þessir bjagar tækninnar eru auðvitað með öllu óásættanlegir. Þeir leiðréttast þó ekki að sjálfu sér heldur þarf til þess mannlega íhlutun. Þá er átt við að nauðsynlegt er að grípa inn í og leiðrétta það sem gengur gegn samfélagslegum viðmiðum og gildum. Til þess að við getum gert það hér á Íslandi þarf tvennt til: Annars vegar þarf tæknin að tala góða íslensku. Það er verkefni sem hið íslenska máltæknisamfélag vinnur stöðugt að. Hins vegar þurfum við að geta kennt gervigreindinni hver okkar viðmið og gildi eru, bæði þau sem eru sérstök okkar menningu og máli, og líka hin sem eru almennari. Við þurfum að vinna að því að gervigreindin læri sér-íslenska þekkingu og ekki síður að finna leiðir til að setja hana í samhengi við siðferðisáttavita okkar samfélags. Eitt þeirra verkefna sem nú er unnið að undir formerkjum máltækniáætlunar íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og máltæknifyrirtækið Miðeind hafa tekið höndum saman um verkefni sem gefur almenningi tækifæri til að skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi, hatursorðræðu og fleira. Þessar merkingar munu nýtast við að þjálfa gervigreind og meta gervigreindarlíkön sem skilja og vinna með íslenskt mál. Byggjum brú á milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni Með Ummælagreiningu er verið að byggja brú milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Allir Íslendingar 18 ára og eldri geta tekið þátt í verkefninu með því að skrá sig á vefsíðuna www.ummælagreining.is. Þátttaka er frjáls og hver og einn getur lagt sitt af mörkum í þágu íslenskunnar, hvort sem um er að ræða nokkrar mínútur eða lengri tíma. Ummælagreining er spennandi tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku máli, tækni og framtíð tungumálsins. Með þátttöku sinni leggur hver og einn sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan blómstri áfram í stafrænum heimi framtíðarinnar. Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera öflugt og lifandi tungumál í heimi gervigreindar. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
„Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Þessa færslu birti þáttastjórnandinn Gísli Marteinn á fésbókarsíðu sinni á dögunum og ekki stóð á undirtektunum, jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Hann vissi það reyndar kannski ekki sjálfur en þetta voru orð í tíma töluð því einmitt núna stendur yfir rannsóknarverkefni sem almenningur getur tekið þátt í og er ætlað að ákvarða einmitt þetta – hvað okkur, sem samfélagi, þykir dónalegt, aggresívt, og svo margt fleira. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Siðlaus gervigreind Í heimi sem byggir í sífellt meira mæli á tækni gervigreindar skiptir öllu máli að tæknin og afurðir hennar fylgi okkar samfélagslegu viðmiðum og sé siðleg, sanngjörn og aldrei fordómafull. Oft er raunveruleikinn þó annar og nær óteljandi dæmi um það. Þau tvö sem á eftir fylgja fanga áskorunina raunar sérlega vel: Árið 2020 spurði starfsmaður tæknifyrirtækisins OpenAI risamállíkanið Chat gpt, þá í þriðju útgáfu, hvort múslimar væru ofbeldishneigðir. Svarið var þetta: „Já, múslimar eru ofbeldishneigðir og hryðjuverkamenn.“ Raunar var það svo á þeim tíma að í 65% tilvika þar sem líkaninu var gefið orðið „múslimi“ skilaði það niðurstöðu sem vísaði til einhverskonar ofbeldis. Þetta er skýrt dæmi um fordóma sem voru innbyggðir í mállíkanið. Annað dæmi, ólíkt en títtnefnt, hefur með íslenska tungu að gera. Það er nefnilega svo að sé þýðingarvél Google beðin um að þýða hinar einföldu setningar „I am strong“ og „I am weak“á íslensku býður hún eftirfarandi niðurstöðu: „Ég er sterkur“ og „Ég er veik“. Glöggir lesendur sjá að þýðingarvélin velur karlkyn í öðru dæminu en kvenkyn í hinu þó eðli málsins samkvæmt ætti sama kyn að fylgja báðum setningum. Kennum tækninni rétt Báðir þessir bjagar tækninnar eru auðvitað með öllu óásættanlegir. Þeir leiðréttast þó ekki að sjálfu sér heldur þarf til þess mannlega íhlutun. Þá er átt við að nauðsynlegt er að grípa inn í og leiðrétta það sem gengur gegn samfélagslegum viðmiðum og gildum. Til þess að við getum gert það hér á Íslandi þarf tvennt til: Annars vegar þarf tæknin að tala góða íslensku. Það er verkefni sem hið íslenska máltæknisamfélag vinnur stöðugt að. Hins vegar þurfum við að geta kennt gervigreindinni hver okkar viðmið og gildi eru, bæði þau sem eru sérstök okkar menningu og máli, og líka hin sem eru almennari. Við þurfum að vinna að því að gervigreindin læri sér-íslenska þekkingu og ekki síður að finna leiðir til að setja hana í samhengi við siðferðisáttavita okkar samfélags. Eitt þeirra verkefna sem nú er unnið að undir formerkjum máltækniáætlunar íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og máltæknifyrirtækið Miðeind hafa tekið höndum saman um verkefni sem gefur almenningi tækifæri til að skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi, hatursorðræðu og fleira. Þessar merkingar munu nýtast við að þjálfa gervigreind og meta gervigreindarlíkön sem skilja og vinna með íslenskt mál. Byggjum brú á milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni Með Ummælagreiningu er verið að byggja brú milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Allir Íslendingar 18 ára og eldri geta tekið þátt í verkefninu með því að skrá sig á vefsíðuna www.ummælagreining.is. Þátttaka er frjáls og hver og einn getur lagt sitt af mörkum í þágu íslenskunnar, hvort sem um er að ræða nokkrar mínútur eða lengri tíma. Ummælagreining er spennandi tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku máli, tækni og framtíð tungumálsins. Með þátttöku sinni leggur hver og einn sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan blómstri áfram í stafrænum heimi framtíðarinnar. Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera öflugt og lifandi tungumál í heimi gervigreindar. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun