Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar 1. október 2024 08:31 Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is
Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum.
Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi.
Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað.
Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti.
Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar