Viðskipti innlent

Andri að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Júní

Lovísa Arnardóttir skrifar
Andri mun aðstoða Arndísi framkvæmdastjóra Júní.
Andri mun aðstoða Arndísi framkvæmdastjóra Júní. Aðsend

Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár.

Andri mun styðja Arndísi Thorarensen, framkvæmdastjóra og meðeiganda Júní, við daglegan rekstur og skipulag, ráðgjöf og áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Ráðningin er hluti af lokahnykk skipulagsbreytinga, en starfsmenn félagsins hafa aldrei verið fleiri.

„Það er mikill fengur að fá Andra í stjórnendahópinn,“ segir Arndís. „Sem aðstoðarframkvæmdastjóri mun hann eiga sæti í framkvæmdastjórn og taka þátt í stefnumótun fyrirtækisins. Hann kemur sterkur inn í Júníversinn með sína reynslu og við erum mjög spennt fyrir samstarfinu og framhaldinu.“

Andri segist hlakka til að takast á við að byggja upp framtíð Júní: 

„Ég sé mikil tækifæri í náinni framtíð, sérstaklega þegar litið er til allrar reynslunnar, hæfileikanna og stemningarinnar sem liðsheild Júní býr yfir – en sömuleiðis vegna þess hversu vel og náið er unnið með viðskiptavinum.”

Andri er viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja, en þar að auki hefur hann starfað í fjármálakerfinu í meira en áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×