Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Orri ein­beitir sér að bæjar­málunum og Kári tekur við

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hættir sem ráðu­neytis­stjóri

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hall­grímur Örn og Bára Hlín til atNorth

Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Einar Örn stýrir fram­taks­sjóðum Kviku og lykil­starfs­menn fá hlut í fé­laginu

Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.

Innherji
Fréttamynd

Stað­gengill ríkis­lög­reglu­stjóra til starfa í laga­deild HR

María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn frá UNICEF til Festu

Steinunn Jakobsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Steinunn hefur undanfarinn áratug starfað hjá UNICEF á Íslandi, fyrst sem fjáröflunarstjóri og síðan kynningarstjóri. Steinunn mun leiða miðlun og ásýnd Festu út á við og verður falið að sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir hjá Morgun­blaðinu

Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Cecilie tekur við af Auði

Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025.

Menning