Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 11:11 Meta er eigandi nokkurra stærstu samfélagsmiðla heims eins og Facebook og Instagram. Rússneskir ríkisfjölmiðlar fá ekki lengur að leika lausum hala þar með áróður frá Kreml. AP/Jeff Chiu Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild. Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild.
Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06