Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 11:11 Meta er eigandi nokkurra stærstu samfélagsmiðla heims eins og Facebook og Instagram. Rússneskir ríkisfjölmiðlar fá ekki lengur að leika lausum hala þar með áróður frá Kreml. AP/Jeff Chiu Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild. Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild.
Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06