Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. september 2024 12:33 Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun