Skattaafsláttur af börnum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. september 2024 07:31 Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun