Bókin er minn óvinur David Bergmann skrifar 8. september 2024 09:31 Ég var tossi sem gat ekki lesið mér til gagns og ég var með hníf í vasanum, af hverju skyldi það vera? Kópavogsskóli var búinn að losa sig við mig og þá var mér komið fyrir tímabundið í Tossaskóla eða þar til að ég strauk þaðan. Þá beið mín að vera með ferðatösku undir hendi til sextán ára aldurs. Ég var sendur landshorna á milli og öll mín félagslegu tengsl voru rofin með einu pennastriki og allir draumarnir með í leiðinni, með þessari sturluðu ákvörðun. Þetta úrræði var þannig að tossunum í skólakerfinu var safnað saman á einn stað. Ásamt okkur tossunum voru þarna krakkar, sem voru bæði vitsmuna- og þroskaskertir. Í þá daga var það kallað að vera „þorskaheftur eða vangefinn”. Það er ekki lengra síðan þetta var heldur en níundi áratugurinn. Það var tekið takmarkað mark á krökkum sem áttu erfitt með að vera kyrr og höfðu ekkert úthald til að sitja í 40 mínútur á rassgatinu og læra utanbókarlærdóm og hlusta á hrútleiðinlegan fyrirlestur um löngu dauða karla. Þó svo að þau væru handlagin, klár í listum eða í íþróttum þá dugði það ekki til. Í dag kallast þetta að vera ofvirkur eða vera með athyglisbrest eða hvoru tveggja svo eitthvað sé nefnt. Það var enginn að tala um kvíða eða þunglyndi á þessum árum. Ég efast um að sú greining hafi verið til í þá daga hjá börnum. Þetta var allt saman kallað að vera misþroska eða eitthvað álíka gáfulegt, nú eða einfaldlega að vera óþægur, óalandi og óferjandi og koma frá „slæmu heimili“. Svoleiðis krökkum var einfaldlega komið fyrir í tossaskóla eins og þessum. Það var engin óregla eða rugl á mínu heimili, bara reglusamt venjulegt íslenskt millistéttarheimili. Foreldrar mínir unnu baki brotnu fyrir vistunargjöldum mínum og voru í aukavinnu til þess og til að eiga í sig og á eins og gengur og gerist. Mér fannst ég aldrei eiga neitt erindi að vera í þessum skóla hvað þá að eiga samleið með þremur alvarlega vitsmuna- og þroskaskertum einstaklingum. Einn nemandi gekk um húsið með óhljóð allan daginn, gaf frá sér dýrahljóð eða röflaði við sjálfan sig í þeirri tóntegund að það truflaði alla í kringum hann. Það segir sig sjálft að það er erfitt að halda einbeitingu í þannig umhverfi, sér í lagi þegar þú ert að glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Svo var annar þarna sem var með hækjur því hann átti við einhverja fötlun að stríða. Sá átti ekki við vitsmunaskerðingu að stríða en var örugglega að fást við einhverja þroskaskerðingu, svona miðað við hvernig hann hegðaði sér. Sá var berjandi allt og alla í kringum sig með hækjunum, bæði nemendur og kennara. Pabbi sagði mér frá því einu sinni þegar hann kom að sækja mig í þennan tossaskóla að þá þurfti hann að tína nokkra gaura ofan af kennaranum vegna þess að þeir réðust á hann. Svo þegar kennarinn losnaði undan hrúgunni þá flúði hann undir borð. Þannig að þetta var miklu frekar vitleysingahæli en skóli, svo vægt sé til orða tekið, þegar ég hugsa til baka. Auðvitað reyndi ég að strjúka þaðan, ég stökk meira að segja út um glugga á annarri hæð með þeim afleiðingum að ég tognaði á fæti, þá var ég búinn að fá alveg nóg. Ég hafði svo mikla skömm af því að vera í þessum skóla að ég fór í gegnum garða til að enginn sæi mig fara þarna inn. Þessi sem var með óhljóðin var ekki sá eini um þau og hann lét ekki bara svona í skólanum heldur líka í strætó og hvar sem hann kom. Þannig að maður dauðskammaðist sín fyrir hann öllum stundum. Það síðasta sem maður vildi láta sjást var að við værum í sama skóla, nóg var nú samt eineltið á þessum árum. Það hefði gengið frá manni endanlega ef það hefði komist upp að ég hafi verið í skóla með „þroskaheftum eða vangefnum“ eins og það var kallað á þeim árum. Eftir á að hyggja græddi ég ekkert á því að vera þarna en einhvers staðar þurfa vondir að vera og það er skólaskylda í landinu. Minn vandi var sá að ég gat ekki lesið og það á ekkert skylt við vitsmuna- og þroskaskerðingu. Í dag er þetta kallað að vera með sértæka námserfiðleika og er hægt að rekja þessa erfiðleika til höfuðhöggs sem ég fékk þegar ég var smábarn og olli einbeitingarskorti. Námserfiðleikar mínir voru lesblinda og lélegur lesskilningur, athyglisbrestur og ofvirkni. Ef ég væri á grunnskólaaldri í dag, ætli ég myndi ekki vera einn af þeim 45-50% sem geta ekki lesið sér til gagns eins og kom fram í Písa-könnuninni um daginn, sem er gerð reglulega hér landi. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni, vegna lélegs lesskilnings hér á landi? Er hugsanlegt að þessir einstaklingar velji jafnvel afbrotalífsstílinn til að komast af? Einn nemandi sem var samferða mér í þessum tossaskóla hefur á sínum fullorðinsárum eytt meira en hálfri ævinni sinni á bak við lás og slá. Sá er eitthvað eldri en ég. Ég veit ekkert um hans afdrif í dag eða hvort hann sé á lífi. Reyndar sá ég hann fyrir nokkrum árum í sjónvarpsþætti þar sem hann var að segja frá lífshlaupi sínu og það viðtal var tekið í fangelsinu á Litla-Hrauni. Skyldi hann vera sá eini eða er hugsanlegt að þeir séu fleiri sem eiga svipaða skólasögu og hann og hafa haft viðkomu í fangelsiskerfinu? Það voru fleiri en ég sem voru þarna sem áttu við sértæka námserfiðleika að stríða eins og lesblindu eða einbeitingarskort. Auðvitað var svona skólavist ekki til að bæta sjálfstraustið hjá neinum og eftir á að hyggja er ég ekki hissa á að sumir ákváðu að feta afbrotabrautina. Það væri fróðlegt að vita hvað það skyldu vera margir sem hafa endað innan veggja fangelsanna eða lent á örorku nú eða á geðdeildum landsins, leiðst út í neyslu, farist af slysförum eða framið sjálfsmorð. Þess vegna hef ég helgað lífi mínu þessu lífsstarfi og mín skoðun er sú að við þurfum að leggja áherslu á listir, íþróttir og verklegt nám fyrir krakka sem eru að glíma við sértæka námserfiðleika og hætta að troða bókinni ofan í kok þeirra, því hún er þeirra versti óvinur í lífinu. Það á ekki að vera mælikvarðinn á hvort fólk hafi orðið að mönnum ef það útskrifast með stúdentshúfu á höfði eða ljúki háskólanámi. Þess vegna eigum við efla Fjölsmiðjur og Mótorsmiðjur um allt land því þannig úrræði á eftir að skila sér margfalt til samfélagsins í formi nýrra og hæfari þjóðfélagsþegna en ekki lífeyris- og örorkuþega langt fyrir aldur fram. Þetta er smá úrdráttur úr bókinni minni „bókin er minn óvinur“. Ef ég finn útgefanda kemur hún fljótlega út Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var tossi sem gat ekki lesið mér til gagns og ég var með hníf í vasanum, af hverju skyldi það vera? Kópavogsskóli var búinn að losa sig við mig og þá var mér komið fyrir tímabundið í Tossaskóla eða þar til að ég strauk þaðan. Þá beið mín að vera með ferðatösku undir hendi til sextán ára aldurs. Ég var sendur landshorna á milli og öll mín félagslegu tengsl voru rofin með einu pennastriki og allir draumarnir með í leiðinni, með þessari sturluðu ákvörðun. Þetta úrræði var þannig að tossunum í skólakerfinu var safnað saman á einn stað. Ásamt okkur tossunum voru þarna krakkar, sem voru bæði vitsmuna- og þroskaskertir. Í þá daga var það kallað að vera „þorskaheftur eða vangefinn”. Það er ekki lengra síðan þetta var heldur en níundi áratugurinn. Það var tekið takmarkað mark á krökkum sem áttu erfitt með að vera kyrr og höfðu ekkert úthald til að sitja í 40 mínútur á rassgatinu og læra utanbókarlærdóm og hlusta á hrútleiðinlegan fyrirlestur um löngu dauða karla. Þó svo að þau væru handlagin, klár í listum eða í íþróttum þá dugði það ekki til. Í dag kallast þetta að vera ofvirkur eða vera með athyglisbrest eða hvoru tveggja svo eitthvað sé nefnt. Það var enginn að tala um kvíða eða þunglyndi á þessum árum. Ég efast um að sú greining hafi verið til í þá daga hjá börnum. Þetta var allt saman kallað að vera misþroska eða eitthvað álíka gáfulegt, nú eða einfaldlega að vera óþægur, óalandi og óferjandi og koma frá „slæmu heimili“. Svoleiðis krökkum var einfaldlega komið fyrir í tossaskóla eins og þessum. Það var engin óregla eða rugl á mínu heimili, bara reglusamt venjulegt íslenskt millistéttarheimili. Foreldrar mínir unnu baki brotnu fyrir vistunargjöldum mínum og voru í aukavinnu til þess og til að eiga í sig og á eins og gengur og gerist. Mér fannst ég aldrei eiga neitt erindi að vera í þessum skóla hvað þá að eiga samleið með þremur alvarlega vitsmuna- og þroskaskertum einstaklingum. Einn nemandi gekk um húsið með óhljóð allan daginn, gaf frá sér dýrahljóð eða röflaði við sjálfan sig í þeirri tóntegund að það truflaði alla í kringum hann. Það segir sig sjálft að það er erfitt að halda einbeitingu í þannig umhverfi, sér í lagi þegar þú ert að glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Svo var annar þarna sem var með hækjur því hann átti við einhverja fötlun að stríða. Sá átti ekki við vitsmunaskerðingu að stríða en var örugglega að fást við einhverja þroskaskerðingu, svona miðað við hvernig hann hegðaði sér. Sá var berjandi allt og alla í kringum sig með hækjunum, bæði nemendur og kennara. Pabbi sagði mér frá því einu sinni þegar hann kom að sækja mig í þennan tossaskóla að þá þurfti hann að tína nokkra gaura ofan af kennaranum vegna þess að þeir réðust á hann. Svo þegar kennarinn losnaði undan hrúgunni þá flúði hann undir borð. Þannig að þetta var miklu frekar vitleysingahæli en skóli, svo vægt sé til orða tekið, þegar ég hugsa til baka. Auðvitað reyndi ég að strjúka þaðan, ég stökk meira að segja út um glugga á annarri hæð með þeim afleiðingum að ég tognaði á fæti, þá var ég búinn að fá alveg nóg. Ég hafði svo mikla skömm af því að vera í þessum skóla að ég fór í gegnum garða til að enginn sæi mig fara þarna inn. Þessi sem var með óhljóðin var ekki sá eini um þau og hann lét ekki bara svona í skólanum heldur líka í strætó og hvar sem hann kom. Þannig að maður dauðskammaðist sín fyrir hann öllum stundum. Það síðasta sem maður vildi láta sjást var að við værum í sama skóla, nóg var nú samt eineltið á þessum árum. Það hefði gengið frá manni endanlega ef það hefði komist upp að ég hafi verið í skóla með „þroskaheftum eða vangefnum“ eins og það var kallað á þeim árum. Eftir á að hyggja græddi ég ekkert á því að vera þarna en einhvers staðar þurfa vondir að vera og það er skólaskylda í landinu. Minn vandi var sá að ég gat ekki lesið og það á ekkert skylt við vitsmuna- og þroskaskerðingu. Í dag er þetta kallað að vera með sértæka námserfiðleika og er hægt að rekja þessa erfiðleika til höfuðhöggs sem ég fékk þegar ég var smábarn og olli einbeitingarskorti. Námserfiðleikar mínir voru lesblinda og lélegur lesskilningur, athyglisbrestur og ofvirkni. Ef ég væri á grunnskólaaldri í dag, ætli ég myndi ekki vera einn af þeim 45-50% sem geta ekki lesið sér til gagns eins og kom fram í Písa-könnuninni um daginn, sem er gerð reglulega hér landi. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni, vegna lélegs lesskilnings hér á landi? Er hugsanlegt að þessir einstaklingar velji jafnvel afbrotalífsstílinn til að komast af? Einn nemandi sem var samferða mér í þessum tossaskóla hefur á sínum fullorðinsárum eytt meira en hálfri ævinni sinni á bak við lás og slá. Sá er eitthvað eldri en ég. Ég veit ekkert um hans afdrif í dag eða hvort hann sé á lífi. Reyndar sá ég hann fyrir nokkrum árum í sjónvarpsþætti þar sem hann var að segja frá lífshlaupi sínu og það viðtal var tekið í fangelsinu á Litla-Hrauni. Skyldi hann vera sá eini eða er hugsanlegt að þeir séu fleiri sem eiga svipaða skólasögu og hann og hafa haft viðkomu í fangelsiskerfinu? Það voru fleiri en ég sem voru þarna sem áttu við sértæka námserfiðleika að stríða eins og lesblindu eða einbeitingarskort. Auðvitað var svona skólavist ekki til að bæta sjálfstraustið hjá neinum og eftir á að hyggja er ég ekki hissa á að sumir ákváðu að feta afbrotabrautina. Það væri fróðlegt að vita hvað það skyldu vera margir sem hafa endað innan veggja fangelsanna eða lent á örorku nú eða á geðdeildum landsins, leiðst út í neyslu, farist af slysförum eða framið sjálfsmorð. Þess vegna hef ég helgað lífi mínu þessu lífsstarfi og mín skoðun er sú að við þurfum að leggja áherslu á listir, íþróttir og verklegt nám fyrir krakka sem eru að glíma við sértæka námserfiðleika og hætta að troða bókinni ofan í kok þeirra, því hún er þeirra versti óvinur í lífinu. Það á ekki að vera mælikvarðinn á hvort fólk hafi orðið að mönnum ef það útskrifast með stúdentshúfu á höfði eða ljúki háskólanámi. Þess vegna eigum við efla Fjölsmiðjur og Mótorsmiðjur um allt land því þannig úrræði á eftir að skila sér margfalt til samfélagsins í formi nýrra og hæfari þjóðfélagsþegna en ekki lífeyris- og örorkuþega langt fyrir aldur fram. Þetta er smá úrdráttur úr bókinni minni „bókin er minn óvinur“. Ef ég finn útgefanda kemur hún fljótlega út Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun