Breytingar, gjörið svo vel Einar Þorsteinsson skrifar 7. september 2024 08:00 Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum. Í fyrra náðist með markvissum hagræðingaraðgerðum að minnka hallann um tæpa 11 milljarða. Sex mánaða uppgjör borgarinnar í ár sýnir að við erum komin réttu megin við núllið og skilum tæplega 200 milljóna króna afgangi. Verkefninu er þó ekki lokið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem A - hluti borgarinnar er rekinn með afgangi en A-hluti borgarinnar er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum. Rekstrarniðurstaða bæði A- og B-hluta er einnig jákvæð um 406 milljónir og er 7,1 milljarði betri en á sama tíma í fyrra. Í A- og B- hluta eru fyrirtæki borgarinnar reiknuð með, m.a. Orkuveitan sem er langstærsta fyrirtæki borgarinnar. Stöðugildi standa í stað milli ára Þetta er áfangasigur fyrir meirihlutann í borginni og þetta er áfangasigur fyrir borgarbúa. Verkefnið er að halda áfram á sömu braut. Síðan ég settist í borgarstjórn og við í Framsókn í meirihluta borgarstjórnar höfum við séð jákvæð merki um að fjármálin séu að þróast í rétta átt með skýrum rekstraráherslum og höfum raunar verið í hagræðingaraðgerðum allt kjörtímabilið. Stærstur hluti útgjalda borgarinnar eru laun. Þess vegna skiptir miklu máli að sýna aðhald í ráðningum. Undanfarin ár hefur stöðugildum fjölgað en nú höfum við innleitt ráðningarreglur og stafræna yfirsýn til þess að ná betri tökum á starfsmannafjölda. Í sex mánaða uppgjörinu sjáum við hversu vel þetta nýja verklag virkar, stöðugildi borgarinnar standa í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta sé aukin. Með innri hagræðingu, betra skipulagi og sama starfsmannafjölda hjá borginni náum við að veita ört stækkandi hópi Reykvíkinga betri þjónustu í velferðarmálum, skólamálum, fjölskyldum á flótta og bætum snjómokstur og sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Skýr fókus á markmiðin Jákvætt sex mánaða uppgjör gefur góð fyrirheit um framhaldið en við erum ekki komin fyrir vind. Nú er unnið að fjárhagsáætlun næsta árs og það er afar mikilvægt að sýna áfram þétt aðhald enda brýnt að eyða ekki um efni fram. Ég er þakklátur öflugum hópi stjórnenda borgarinnar sem vinnur samhentur með meirihlutanum að því að snúa við rekstri borgarinnar í anda þeirra breytinga sem við höfum sett á oddinn. Áætlanir fyrir næstu misseri eru skýr, að taka fleiri skref í átt að ábyrgum rekstri og skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við Reykvíkinga. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum. Í fyrra náðist með markvissum hagræðingaraðgerðum að minnka hallann um tæpa 11 milljarða. Sex mánaða uppgjör borgarinnar í ár sýnir að við erum komin réttu megin við núllið og skilum tæplega 200 milljóna króna afgangi. Verkefninu er þó ekki lokið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem A - hluti borgarinnar er rekinn með afgangi en A-hluti borgarinnar er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum. Rekstrarniðurstaða bæði A- og B-hluta er einnig jákvæð um 406 milljónir og er 7,1 milljarði betri en á sama tíma í fyrra. Í A- og B- hluta eru fyrirtæki borgarinnar reiknuð með, m.a. Orkuveitan sem er langstærsta fyrirtæki borgarinnar. Stöðugildi standa í stað milli ára Þetta er áfangasigur fyrir meirihlutann í borginni og þetta er áfangasigur fyrir borgarbúa. Verkefnið er að halda áfram á sömu braut. Síðan ég settist í borgarstjórn og við í Framsókn í meirihluta borgarstjórnar höfum við séð jákvæð merki um að fjármálin séu að þróast í rétta átt með skýrum rekstraráherslum og höfum raunar verið í hagræðingaraðgerðum allt kjörtímabilið. Stærstur hluti útgjalda borgarinnar eru laun. Þess vegna skiptir miklu máli að sýna aðhald í ráðningum. Undanfarin ár hefur stöðugildum fjölgað en nú höfum við innleitt ráðningarreglur og stafræna yfirsýn til þess að ná betri tökum á starfsmannafjölda. Í sex mánaða uppgjörinu sjáum við hversu vel þetta nýja verklag virkar, stöðugildi borgarinnar standa í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta sé aukin. Með innri hagræðingu, betra skipulagi og sama starfsmannafjölda hjá borginni náum við að veita ört stækkandi hópi Reykvíkinga betri þjónustu í velferðarmálum, skólamálum, fjölskyldum á flótta og bætum snjómokstur og sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Skýr fókus á markmiðin Jákvætt sex mánaða uppgjör gefur góð fyrirheit um framhaldið en við erum ekki komin fyrir vind. Nú er unnið að fjárhagsáætlun næsta árs og það er afar mikilvægt að sýna áfram þétt aðhald enda brýnt að eyða ekki um efni fram. Ég er þakklátur öflugum hópi stjórnenda borgarinnar sem vinnur samhentur með meirihlutanum að því að snúa við rekstri borgarinnar í anda þeirra breytinga sem við höfum sett á oddinn. Áætlanir fyrir næstu misseri eru skýr, að taka fleiri skref í átt að ábyrgum rekstri og skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við Reykvíkinga. Höfundur er borgarstjóri.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun