Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar 5. september 2024 18:03 Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar