Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 14:34 Valtýr segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði gúmmíbangsa með kannabiss. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. Aðsend og Vísir/Getty Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“ Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“
Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23