Made in Germany Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun