Kæra samfélag Haraldur Freyr Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun