8 atriði sem losa umferðahnúta Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun