8 atriði sem losa umferðahnúta Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun