Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 06:44 Skyldmenni gísla í haldi Hamas og fleiri komu saman í Tel Aviv í gær til að heiðra minningu þeirra gísla sem hafa látist og kalla eftir samkomulagi um lausn þeirra sem enn er haldið föngum. AP/Ariel Schalit Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira