Manstu þegar Messenger var ekki til? Aldís Stefánsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:00 Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar