Hvað segir Biggi Óli Sigmundsson eftir 14 ár í Englandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. ágúst 2024 17:00 Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun