Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum! Hólmfríður Drífa Jónsdóttir og Katrín Björg Þórisdóttir skrifa 31. júlí 2024 11:01 Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun