Ferðast rúmlega einn hring í kringum hnöttinn í æfingaleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:00 Tottenham og Newcastle mættust í sýningaleik í Ástralíu þremur dögum eftir síðasta tímabil. Robert Cianflone/Getty Images Þessa stundina búa félög í ensku úrvalsdeildinni sig undir komandi tímabil. Gríðarlegur munur er á liðunum sem ferðast mest í æfingaleiki og þeim sem ferðast minnst. Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira