Útivallarófarir Newcastle halda áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2026 15:57 Nick Woltemade var í strangri gæslu hjá varnarmönnum Wolves. getty/Martin Rickett Eftir þrjá sigra í ensku úrvalsdeildinni í röð gerði Newcastle United markalaust jafntefli við botnlið Wolves á Molineux í dag. Newcastle hefði getað komist upp í 5. sæti deildarinnar með sigri en varð ekki kápan úr því klæðinu. Liðið er í 8. sætinu með 33 stig. Wolves er enn rótfast við botn deildarinnar en hefur ekki tapað í fjórum leikjum í röð. Úlfarnir eru með átta stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti þegar sextán umferðum er ólokið. Newcastle var meira með boltann í leiknum í dag en ekki reyndi mikið á José Sa í marki Wolves. Hvort lið um sig átti aðeins tvö skot á markið. Newcastle hefur gengið illa á útivelli á tímabilinu og aðeins náð í tíu stig í ellefu leikjum utan St James' Park. Enski boltinn Wolverhampton Wanderers Newcastle United
Eftir þrjá sigra í ensku úrvalsdeildinni í röð gerði Newcastle United markalaust jafntefli við botnlið Wolves á Molineux í dag. Newcastle hefði getað komist upp í 5. sæti deildarinnar með sigri en varð ekki kápan úr því klæðinu. Liðið er í 8. sætinu með 33 stig. Wolves er enn rótfast við botn deildarinnar en hefur ekki tapað í fjórum leikjum í röð. Úlfarnir eru með átta stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti þegar sextán umferðum er ólokið. Newcastle var meira með boltann í leiknum í dag en ekki reyndi mikið á José Sa í marki Wolves. Hvort lið um sig átti aðeins tvö skot á markið. Newcastle hefur gengið illa á útivelli á tímabilinu og aðeins náð í tíu stig í ellefu leikjum utan St James' Park.