Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 11. júlí 2024 11:00 Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Innflytjendamál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar