Nistelrooy snúinn aftur á Old Trafford eftir átján ára fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 16:30 Ruud van Nistelrooy raðaði inn mörkum fyrir Manchester United á sínum tíma. Tom Purslow/Manchester United via Getty Images Ruud van Nistelrooy hóf í dag störf sem aðstoðarþjálfari Manchester United, átján árum eftir að hann yfirgaf félagið sem leikmaður. Nistelrooy lék á sínum tíma með United í ensku úrvalsdeildinni og raðaði inn mörkum fyrir liðið. Á fimm ára tímabili lék hann 150 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim 95 mörk. Alls lék hann 219 leiki í öllum keppnum fyrir United, skoraði 150 mörk og vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn. Hann gekk svo til liðs við Real Madrid árið 2006 áður en hann lagði skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hamburger SV í Þýskalandi og síðar Málaga á Spáni. Nokkrum árum eftir leikmannaferilinn snéri Nistelrooy sér að þjálfun og hefur hann þjálfað 19 ára lið PSV, Jong PSV og síðast aðallið félagsins. Hann var orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Burnley, en ákvað frekar að snúa aftur til Manchester United þar sem hann verður Erik ten Hag til aðstoðar. Nistelrooy var mættur á æfingasvæði United í dag til að taka þátt í fyrsta degi nýs undirbúningstímabils. United hefur þó ekki opinberlega kynnt endurkomu Nistelrooy til félagsins, enda bíður félagið enn eftir því hann fái samþykkt atvinnuleyfi. Ásamt Nistelrooy mun Hollendingurinn Rene Hake taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara, en hann vann með Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Hake kemur til félagsins frá GO Ahead Eagles þar sem hann var þjálfari íslenska landsliðsmannsins Willums Þórs Willumssonar. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
Nistelrooy lék á sínum tíma með United í ensku úrvalsdeildinni og raðaði inn mörkum fyrir liðið. Á fimm ára tímabili lék hann 150 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim 95 mörk. Alls lék hann 219 leiki í öllum keppnum fyrir United, skoraði 150 mörk og vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn. Hann gekk svo til liðs við Real Madrid árið 2006 áður en hann lagði skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hamburger SV í Þýskalandi og síðar Málaga á Spáni. Nokkrum árum eftir leikmannaferilinn snéri Nistelrooy sér að þjálfun og hefur hann þjálfað 19 ára lið PSV, Jong PSV og síðast aðallið félagsins. Hann var orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Burnley, en ákvað frekar að snúa aftur til Manchester United þar sem hann verður Erik ten Hag til aðstoðar. Nistelrooy var mættur á æfingasvæði United í dag til að taka þátt í fyrsta degi nýs undirbúningstímabils. United hefur þó ekki opinberlega kynnt endurkomu Nistelrooy til félagsins, enda bíður félagið enn eftir því hann fái samþykkt atvinnuleyfi. Ásamt Nistelrooy mun Hollendingurinn Rene Hake taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara, en hann vann með Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Hake kemur til félagsins frá GO Ahead Eagles þar sem hann var þjálfari íslenska landsliðsmannsins Willums Þórs Willumssonar.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira