Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 10:00 Hlíf og Vignir, fyrrum íþróttafólk og nýorðnir apótekseigendur. vísir / einar Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira