Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira