Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira