Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:41 Björgunarskip Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar frá þremur stöðum voru send á vettvang. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. „Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Maðurinn var um fimm mílum norðaustur af Gróttu á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Maðurinn var um fimm mílum norðaustur af Gróttu á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira