Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 08:59 Beryl fór yfir Grenada, Barbados og fleiri eyjar í gær og í nótt og er nú á leið yfir Jamaíka. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58