Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 08:59 Beryl fór yfir Grenada, Barbados og fleiri eyjar í gær og í nótt og er nú á leið yfir Jamaíka. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58