Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:00 Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir stöðun í Grenlæk grafalvarlega. Hafrannsóknarstofnun Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira