Kvöldstund á öldrunarspítalanum Sigrún Þorgrímsdóttir skrifar 23. júní 2024 13:30 Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun