Af hverju er verðlag hér tvöfalt hærra en í Evrópu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. júní 2024 14:01 Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Íslenska krónan Verslun Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun