Rifta samningi við dýrasta leikmann félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 17:45 Tanguy Ndombele náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Tottenham. Julian Finney/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur og franski knattspyrnumaðurinn Tanguy Ndombele hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en hann var keyptur til félagsins frá Lyon fyrir rúmlega 52 milljónir punda árið 2019. Hann náði þó aldrei að heilla í hvítu treyjunni. Alls lék miðjumaðurinn 91 leik fyrir félagið og skoraði í þeim tíu mörk. Frakkinn átti erfitt með að aðlagast lífinu á Englandi og virtist oft og tíðum hreinlega ekki vera í nægilega góðu formi til að spila heilan fótboltaleik. The Club can confirm the departure of Tanguy Ndombele following the mutual termination of his contract, effective from 30 June, upon the conclusion of his current loan spell.Wishing you all the best for the future, Tanguy 🤍— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2024 Frá árinu 2022 hefur Ndombele verið á láni frá Tottenham. Hann var fyrsta lánaður aftur til Lyon áður en hann varð ítalskur meistari með Napoli og tyrkneskur meistari með Galatasaray þar sem hann lék einnig á láni. Ndombele skrifaði undir sex ára samning við Tottenham þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019 og átti því enn ár eftir af samningi sínum. Hann lék síðast fyrir Tottenham er liðið mætti Morecambe í þriðju umferð enska bikarsins þann 9. janúar árið 2022. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en hann var keyptur til félagsins frá Lyon fyrir rúmlega 52 milljónir punda árið 2019. Hann náði þó aldrei að heilla í hvítu treyjunni. Alls lék miðjumaðurinn 91 leik fyrir félagið og skoraði í þeim tíu mörk. Frakkinn átti erfitt með að aðlagast lífinu á Englandi og virtist oft og tíðum hreinlega ekki vera í nægilega góðu formi til að spila heilan fótboltaleik. The Club can confirm the departure of Tanguy Ndombele following the mutual termination of his contract, effective from 30 June, upon the conclusion of his current loan spell.Wishing you all the best for the future, Tanguy 🤍— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2024 Frá árinu 2022 hefur Ndombele verið á láni frá Tottenham. Hann var fyrsta lánaður aftur til Lyon áður en hann varð ítalskur meistari með Napoli og tyrkneskur meistari með Galatasaray þar sem hann lék einnig á láni. Ndombele skrifaði undir sex ára samning við Tottenham þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019 og átti því enn ár eftir af samningi sínum. Hann lék síðast fyrir Tottenham er liðið mætti Morecambe í þriðju umferð enska bikarsins þann 9. janúar árið 2022.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira