Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson skrifar 7. júní 2024 17:01 Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Reynir Böðvarsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun