Foreldrum hætti til að setja pressu á börn sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 10:17 Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi samskipti foreldra við börnin sín þegar kemur að vali á menntaskóla. Sálfræðingur segir foreldra hætta til að gera of mikið úr vali barna sinna á menntaskóla og gefa valinu óeðlilega mikið vægi. Foreldrar upplifi margir hverjir að framtíð barnanna ráðist af valinu og því í hvaða menntaskóla barnið fer. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira