Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 19:19 Forseti Seðlabankans í Evrópu, Christina Lagarde, fór yfir ákvörðunina á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma. Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma.
Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira